Á Höfn og í nágrenni er margskonar afþreying í boði, söfn, sýningar, gönguleiðir og skipulagðar ferðir.

Frá Höfn er hægt að fara í dagsferðir á Skálafellsjökull í snjósleða og eða jeppaferðir inn á jökulinn.
Þessar ferðir eru í boði frá miðjum apríl til loka Október ár hvert.

Ferðir í Lónsöræfi eru ekki skipulagðar en hægt er að aðstoða fólk við bókun á ferðum þangað eftir þörfum hverju sinni.

Fjórhjólaferðir eru farnar frá Höfn. Farið er með bátum yfir Hornafjarðarós og keyrt á fjórhjólum eftir strandlengjunni vestan við Höfn.